Birgir Leifur fór upp um 448 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir sigurinn …
Birgir Leifur Hafþórsson með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir sigurinn í Frakklandi um síðustu helgi. Ljósmynd/Evrópumótaröðin

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson tekur risastökk upp á heimlistanum í golfi eftir sigurinn á Cordon Golf Open-mótinu í Frakklandi um síðustu helgi.

Fyrir mótið var Birgir Leifur í 863. sæti en nú kominn upp í 415. sæti. Hann hækkaði því um hvorki fleiri né færri en 448 sæti.

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er sem fyrr í toppsætinu, landi hans, Jordan Spieth, er annar og í þriðja sætinu er Japaninn Hideki Matsuyama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert