Kaflaskiptur fyrsti hringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafia Þórunn Kristinsdóttir er í fínum málum eftir fyrsta hringinn á Evian-meistaramótinu  í golfi sem fram fer í Frakklandi. Mótið er fimmta og síðasta risamót ársins í LPGA mötaröðinni. Ólafía lék á 71 höggi eða á pari. 

Hringurinn byrjaði ekki vel hjá Ólafíu því hún fékk skolla á fyrstu holunni. Eftir það tóku við tvö pör en á 13.-15. holu fékk hún þrjá fugla í röð og kom sér tveimur höggum undir parið. Þá byrjaði að halla undan fæti hjá Ólafíu sem var einu höggi yfir pari fyrir síðustu holuna. Þar fékk hún fugl og kom sér á parið. 

Ólafía er í 38.-53. sæti en einhverjir kylfingar eiga eftir að ljúka keppni í dag og gæti staða hennar því breyst er hann er á enda. 

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu hér á mbl.is.

Ólafía í Frakklandi - 1. hringur opna loka
kl. 16:14 Textalýsing 18 - FUGL - Glæsilegur endir á þessum kaflaskipta hring. Ólafía endar á pari, eftir að hafa verið tvemur höggum undir pari á tímabili og einu höggi yfir pari fyrir síðustu holuna. Staðan par og 39.-52. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert