Tiger Woods gæti aldrei snúið aftur

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, hefur viðurkennt að hann gæti kannski aldrei snúið aftur til keppni á golfvöllinn.

Woods, sem hefur unnið 14 risamót á ferlinum, hefur verið að glíma við mikil meiðsli síðustu ár og hefur ekki sýnt gamla takta. Hann hefur farið í margar aðgerðir á baki í leit að bót meina sinna. Nú er óvíst hvort það verði nokkurn tímann.

„Já, algjörlega,“ sagði Woods spurður að því hvort gæti verið möguleiki að ferillinn sé á enda. „Það mun taka tíma að átta sig á því hvað ég get gert,“ sagði Woods.

Woods verður til aðstoðar bandaríska liðinu í Forsetabikarnum þar sem sveit Bandaríkjanna mætir heimsúrvalinu, en hann sagði að verkirnir hefðu verið orðnir svo miklir að hann gat ekki einu sinni setið og keyrt golfbíl.

Woods fór síðast í aðgerð í apríl en hefur síðan þá frekar komist í fréttirnar vegna misgjörða sinna eftir að hafa verið tekinn vegna aksturs undir áhrifum lyfja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert