Ólafía fór afar illa af stað

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á McKayson New Zealand Open-mótinu í golfi sem fram fer í Nýja-Sjálandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lauk fyrsta hringnum seint í nótt að íslenskum tíma en hún lék hann á 78 höggum eða sex höggum yfir pari vallarins.

Ólafía lék 9 holur á pari, fékk tvo fugla, fékk sex skolla og fékk skramba á einni holu. Hún er í 114. sæti ásamt fleiri kylfingum.

Jodi Ewart Shadoff frá Englandi og Brooke Henderson frá Kanada eru í forystu eftir fyrsta hringinn sem þær léku á 65 höggum eða 7 höggum undir pari.

Þetta 21. mótið á LPGA-mótaröðinni á þessu ári hjá Ólafíu. Hún er sem stendur í 69. sæti peningalistans á LPGA-mótaröðinni og besti árangur hennar er 4. sætið. Hún er í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. 100 efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í 1. forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert