Ólafía átti erfitt uppdráttar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í eldlínunni á Nýja-Sjálandi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í eldlínunni á Nýja-Sjálandi. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á McKayson-mótinu í golfi sem fram fer á Nýja-Sjálandi og er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía var sjö höggum frá því að komast áfram í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía var sex höggum yfir pari strax eftir fyrsta hring og því var róðurinn þungur á öðrum hringnum. Hún byrjaði á því að fá sex pör í röð en fékk svo þrefaldan skolla á 17. holu sem eyðilagði hringinn fyrir henni.

Alls fékk hún þrjá fugla á hringnum en það dugði ekki til, hún spilaði hringinn í dag á einu höggi yfir pari og var því á +7 samtals.

Ekki hafa allir kylfingar lokið leik á öðrum hring en búist er við að niðurskurðurinn miðist við par, og því var Ólafía sjö höggum frá því að komast áfram.

Ólafía á Nýja-Sjálandi, 2. hringur opna loka
kl. 25:29 Pontus Wernbloom (CSKA Moskva) Textalýsing 9. PAR - Ólafía klárar á pari og kemur í hús í 113. sæti á sjö höggum yfir pari. Hún er því úr leik. Staðan: +7
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert