Valdís var ekki í vandræðum

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir komst örugglega í gegnum niðurskurðinn í dag á WPGA International Challenge mótinu í Stoke á Englandi en það er liður í LET Access mótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu í kvennaflokki.

Valdís lék á 73 höggum í dag, einu höggi yfir pari vallarins, en hún var á parinu í gær, 72 höggum. Hún er því samtals á einu höggi yfir pari og í 27.-34. sæti af þeim 55 keppendum sem komust áfram en til þess þurfti að leika á fjórum höggum yfir pari.

Leiknar eru 54 holur og lokahringurinn er því á morgun. Noemi Jimenez frá Spáni, Michele Thomson frá Skotlandi og Lydia Hall frá Wales eru efstar og jafnar á 7 höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert