Bandaríkin einoka Forsetabikarinn

Úrvalslið Bandaríkjanna með forsetanum Donald Trump eftir sigurinn í Forsetabikarnum.
Úrvalslið Bandaríkjanna með forsetanum Donald Trump eftir sigurinn í Forsetabikarnum. AFP

Úrvalslið Bandaríkjanna bar sigur úr býtum í keppninni við heimsúrvalið um Forsetabikarinn í golfi sem lauk í gær. Þetta er sjöundi sigur Bandaríkjanna í röð í þessari keppni.

Fyrstu þrjá dagana er keppt í fjórmenningi (e. foursome), þar sem eru tveir gegn tveimur og liðsfélagarnir leika einum bolta til skiptis, og fjórleiks höggleik (fourball), þar sem tveir eru gegn tveimur með sinn bolta hvor og lægra skorið telur. Lokadaginn er svo keppt í einstaklingseinvígum.

Alls voru 30 vinningar í boði og að lokum fór svo að bandaríska sveitin fékk samtals 19 vinninga gegn 11 hjá heimsúrvalinu.

Þetta var í 12. sinn sem þessi keppni fer fram, en keppt er á fjögurra ára fresti á móti Ryder-bikarnum þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og úrvalslið Evrópu eigast við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert