Það voru 180 atvinnukylfingar sem hófu leik í Nordic League að þessu sinni. Axel stóð uppi sem sigurvegari á tveimur mótum í mótaröðinni á þessu keppnistímabili. Þá hefur Axel leikið stöðugt golf upp á síðkastið og nánast undantekningalaust verið á meðal tíu efstu kylfinganna á mótum mótaraðarinnar.

Ásamt því að vera hlutskarpastur á stigalistanum fyrir árið stóð Axel einnig uppi sem sigurvegari í Finar Four keppninni sem er sérkeppni fyrir síðustu fjögur mót mótaraðarinnar. Axel hafnaði einnig í efsta sæti á sænska listanum og sigaði Race to Himmerland. Sigur Axels í Nordic League veitir honum keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili.