Birgir í 19. sæti - stendur í stað á styrkleikalistanum

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 72 höggum á lokahring sínum á Hain­an Open-mót­inu í Kína en mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu. Birgir endaði í 19. sæti og var samtals á níu höggum undir pari að hringjunum fjórum loknum.

Næsta mót Birgis á mótaröðinni er einnig í Kína og fer fram í Foshan en það er þriðja síðasta mót tímabilsins. Birgir Leifur er í 26. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar en staða hans breyttist ekki eftir mótið í Hainan. Efstu 15 kylfingarnir munu fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert