Sá leikinn allt öðruvísi

Axel Bóasson gerði það gott um síðustu helgi.
Axel Bóasson gerði það gott um síðustu helgi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér finnst ég ekki hafa gert neitt svakalega dramatískt miðað við hvað stökkið upp á við í mínum leik hefur verið stórt. Ég tók þennan andlega þátt, sem hefur strítt mér allt of lengi, bara föstum tökum. Núna horfi ég á leikinn allt öðruvísi. Öll mistök eru bara andleg,“ segir Axel Bóasson, sem átt hefur stórkostlegt ár í golfinu og gæti enn bætt rós í hnappagatið fyrir áramót.

Axel, sem varð Íslandsmeistari í sumar, var heiðraður með sérstakri athöfn í golfskála Keilis við Hvaleyrarvöll í gær, eftir að hafa tryggt sér sigur í heildarstigakeppninni á Nordic Tour-atvinnumótaröðinni. Afrekið er einstakt í íslenskri golfsögu og Axel, sem er 27 ára gamall, fékk með árangri sínum keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu á næsta keppnistímabili. Það er næststerkasta mótaröð álfunnar.

„Ég mun svo sannarlega nýta mér þennan keppnisrétt. Miðað við það sem ég hef séð þá mun ég geta spilað á flestum mótum. Ég mun reyna að læra sem mest af þessu ári og setja mér rétt markmið, og passa að fara ekki of geyst þó að ég hafi unnið þessa mótaröð, sem er ekki daglegt brauð fyrir íslenska kylfinga. Ef ég kemst á Evrópumótaröðina er það svo bara bónus. Ég er alla vega að færast áfram og það er það sem ég er ánægðastur með,“ sagði Axel, en hann ætlar að freista þess að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni áður en árinu lýkur. Hann er á leið til Frakklands og fer þaðan til Spánar þar sem keppt verður á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í nóvember.

Allt viðtalið við Axel Bóasson má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert