Valdís talsvert frá sætinu sem hún vill

Valdís Þóra Jónsdóttir í Indlandi á Hero mótinu.
Valdís Þóra Jónsdóttir í Indlandi á Hero mótinu. Ljósmynd/Ladies European Tour

Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni þokaðist aðeins upp stigalista Evrópumótaraðarinnar í golfi um helgina þegar hún hafnaði í 49.-51. sæti á Hero-mótinu í Indlandi. Valdís Þóra lék fyrstu tvo hringi mótsins á 74 höggum hvorn, og komst í gegnum niðurskurðinn, en þriðja og síðasta hringinn lék hún á 73 höggum. Valdís Þóra lék því samtals á 5 höggum yfir pari.

Árangur Valdísar skilaði henni 1.584 evrum, eða rúmlega 190 þúsund krónum, en siguvegari mótsins var hin franska Camille Chevalier sem lék samtals á 12 höggum undir pari og fékk tæplega 6,3 milljónir króna í sinn hlut.

Valdís fór upp um fjögur sæti og er nú í 113. sæti stigalista Evrópumótaraðarinnar, eftir að hafa safnað samtals 6.458 evrum. Hún er tæplega 9.000 evrum frá 80. sæti, sem hún stefnir á, en 80 efstu kylfingarnir á stigalistanum fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Valdís leikur næst á Sanya-mótinu í Kína sem hefst á föstudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert