Ólafía byrjaði afar vel á lokamótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði afar vel á fyrsta hring á Tour Championship, lokamóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi, sem fram fer í Flórída. Ólafía var afar stöðug lengst af og er samtals á tveimur höggum undir pari.

Ólafía byrjaði á seinni níu holum hringsins í dag og þar var stöðugleikinn í fyrirrúmi. Hún fékk einn fugl en átta pör og fékk raunar níu fugla í röð þar til fyrsti skollinn leit dagsins ljós á 4. braut. Hún svaraði hins vegar mótlætinu eins og best verður á kosið.

Eftir skollann fékk hún tvo fugla í röð og þrjá fugla á næstu fjórum holum, en athygli vekur að Ólafía fékk fugl á þremur af fjórum par 3 holum vallarins. Hún endaði hins vegar á fugli og kom því í hús á tveimur höggum undir pari jöfn fleiri kylfingum í 18. sæti sem gefur sannarlega góð fyrirheit fyrir framhaldið, en efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari.

Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á lokamóti LPGA, en það er alls ekki gefið að fá keppnisrétt þar. Ólafía er í 80. sæti á stigalistanum og alls fengu 81 þátttökurétt.

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ólafía á lokamóti LPGA - 1. hringur opna loka
kl. 20:45 Slóvakía Textalýsing Við þökkum fyrir okkur í kvöld og hlökkum til að fylgjast með Ólafíu á öðrum hring á morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert