Tvær keppa í Marokkó

Berglind Björnsdóttir
Berglind Björnsdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Berglind Björnsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefja í dag leik á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Þær eru að reyna við mótaröðina í fyrsta skipti og munu leika í Marokkó. Þær verða á sama vellinum en keppt er á þremur völlum á 1. stiginu.

Lokamótið mun einnig fara fram í Marokkó en það verður ekki fyrr en um miðjan desember. 

Þremur íslenskum konum hefur tekist að komast á Evrópumótaröðina í gegnum úrtökumótin. Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert