Guðrún Brá í þriðja sæti eftir tvo hringi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði afar vel á öðrum hring á 1. stigs úrtökumótinu fyrir LET-Evrópumótaröðina í golfi, en leikið er í Marokkó.

Guðrún Brá lék fyrsta hringinn í gær á einu höggi yfir pari, en hún bætti sig um heil fimm högg í dag og spilaði á fjórum höggum undir pari. Það skaut henni upp í þriðja sætið nú þegar mótið er hálfnað, samtals á þremur höggum undir pari og tveimur höggum frá efsta kylfingi. Guðrún Brá fékk fimm fugla á hringnum í dag og einn skolla.

Berglind Björnsdóttir er einnig á meðal keppenda á mótinu og lék annan hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og er samtals á 11 höggum yfir pari í 35. sæti.

Spilaðir verða fjór­ir hring­ir og þeir 27 efstu kom­ast áfram á loka­stig úr­töku­mót­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert