Ólafía missti dampinn og stendur á pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðum árangri á fyrsta hring þegar hún keppti á öðrum hring Tour Championship-mótsins, lokamóts LPGA-mótaraðarinnar í golfi í Flórída í dag.

Ólafía var í 18. sæti eftir fyrsta hring á tveimur höggum undir pari en í dag lék hún á tveimur höggum yfir pari og er því á pari samtals.

Ólafía fékk fjóra skolla á hringnum í dag og tvo fugla, en hún kom í hús í 44. sæti nú þegar margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik.

Mótið er nú hálfnað og heldur áfram á morgun þegar þriðji hringurinn verður leikinn.

Ólafía á lokamóti LPGA - 2. hringur opna loka
kl. 18:44 Slóvakía Textalýsing 18. - PAR: Ólafía klárar hringinn á parinu og er samtals á tveimur höggum yfir pari í dag, sem þýðir að hún stendur á jöfnu eftir tvo daga af fjórum. Staðan: Á pari í 44.-50. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert