Fjórtán pör hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari vallarins þegar hún spilaði sinn þriðja hring í dag á Tour Championship-mótinu, lokamóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi í dag, en mótið fer fram í Flórída í Bandaríkjunum.

Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á 70 höggum á föstudaginn og annan hringinn á 74 höggum í­ gær og var samtals á pari eftir fyrstu tvo hringina. Ólafía Þórunn var í­ 44. sæti á mótinu fyrir þriðja hringinn í­ dag.

Ólafía Þórunn lék afar stöðugt golf framan af í dag, en hún spilaði fyrstu tíu holur sínar á þriðja hringnum á pari vallarins. Nokkuð seig á ógæfuhliðina á seinni helmingi hringsins, en hún fékk fjóra skolla og fimm pör á seinni helmingnum.

Ólafía Þórunn lék því þriðja hringinn á samtals 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari vallarins. Ólafía Þórunn er þar af leiðandi í 59. - 63. sæti mótsins fyrir lokahring mótsins sem leikinn verður á morgun. 

Ólafía á lokamóti LPGA - 3. hringur opna loka
kl. 19:06 Textalýsing 9. Skolli. Leiðinlegur endir á ágætum þriðja hring hjá Ólafíu Þórunni, en hún spilar níundu og síðustu holu hringsins á fimm höggum. Ólafía Þórunn fær því annan skollann í röð og fjórða samtals á hringnum Staðan: - 4 í 58. - 61. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert