Frábær árangur hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í þriðja sæti á Sanya-mót­inu á LET-Evr­ópu­mótaröðinni í golfi sem lauk á Hain­an-eyju í Suður-Kína­hafi í nótt að íslenskum tíma.

Valdís Þóra lék lokahringinn á 72 höggum eða á pari vallarins og lauk keppni á sjö höggum undir pari. Þetta er besti árangur Valdísar á Evrópumótaröðinni og árangur hennar á mótinu tryggði henni þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili.

Hún fékk 18 þúsund evrur í verðlaunafé sem jafngildir um 2,2 milljónum íslenskra króna og er komin í 50. sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Cel­ine Boutier frá Frakklandi sigraði á mótinu en hún lék samtals á 12 höggum undir pari.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert