Ólafía spilar með Booth

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/Ladieseuropeantour

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir verður ein níu kylf­inga sem verja munu heiður Evr­ópu í fjög­urra liða keppni í Jap­an sem hefst á miðnætti í kvöld að ís­lensk­um tíma. Keppn­in kall­ast The Qu­eens sem lík­lega er heppi­leg­ast að þýða Drottn­inga­mótið í þessu samhengi.

Á fyrsta keppnisdegi fara fram átta leikir í „four ball“ eða fjórbolta þar sem að tveir keppendur eru saman í liði og leika sínum bolta út holuna. Betra skor hjá liðinu telur á hverri holu. Á öðrum keppnisdegi fara fram níu tvímenningsleikir (singles) þar sem að tveir keppendur mætast í holukeppni og leika sínum bolta út holuna.

Ólafía Þórunn keppir með Carly Booth frá Skotlandi og verða mótherjar þeirra Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá Suður-Kóreu. Keppnin í tvímenningi hefst klukkan 9 að japönskum tíma eða klukkan 12 á miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Viðureign Ólafíu og Booth gegn Bae og Lee hefst klukkutíma síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert