Frábær lokahringur Fowlers - Tiger í 9. sæti

Rickie Fowler með verðlaunagripinn.
Rickie Fowler með verðlaunagripinn. AFP

Rickie Fowler tryggði sér sigur á Hero World Challenge mótinu í golfi sem lauk á Bahamaeyjum í gærkvöld með frábærum lokahring.

Fowler lék hringinn á hvorki meira né minna en 11 höggum undir pari og lauk keppni á 270 höggum eða 18 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman endaði í öðru sæti á 274 höggum en fyrir lokahringinn var hann með fimm högga forskot á næstu menn. Englendingurinn Tommy Fleetwood og Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth komu svo næstir á 276 höggum eða 12 höggum undir parinu.

Tiger Woods átti góðan lokahring sem hann lék á fjórum höggum undir pari og hann endaði í 9. sæti af 18 keppendum á 280 höggum eða átta höggum undir pari. Hann var að keppa á sínu fyrsta móti í 10 mánuði en Woods hefur glímt við þrálát bakmeiðsli.

Woods held­ur Hero World Chal­lenge ár­lega og þar sem ein­ung­is bestu kylf­ing­um heims er boðið að taka þátt en mótið er leikið til styrkt­ar Tiger Woods góðgerðarsjóðnum (e. Tiger Woods Foundati­on).

Lokastaðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert