Haukar náðu fjögurra stiga forskoti

Sigurbergur Sveinsson og félagar hans í Haukaliðinu höfðu betur gegn …
Sigurbergur Sveinsson og félagar hans í Haukaliðinu höfðu betur gegn Aftureldingu í kvöld. Brynjar Gauti

Haukar náðu í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi N1 deildar karla í handknattleik þegar þeir báru sigurorð af Aftureldingu, 29:26, að Ásvöllum í kvöld. Mosfellingar voru yfir í leikhléi, 13:11, en Haukarnir náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik.

Arnar Jón Agnarsson var atkvæðamestur í liði Hauka me7 mörk og næstur kom Andri Stefan með 6. Besti maður liðsins var markvörðurinn Gísli Guðmundsson sem varði 16 skot, þar af 1 vítakast. Haukar hafa 21 stig eftir 13 leiki, HK er með 17 stig eftir 11 leiki og Fram 15 eftir 11 leiki.

Hjá Aftureldingu var Daníel Jónsson markahæstur með 8 mörk en Mosfellingar eru í næst neðsta sæti deildarinnar með 6 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert