„Spillingarleikirnir“ fara fram að nýju

Handbolti.
Handbolti. mbl.is

IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, hefur ákveðið að forkeppni í Asíu fyrir Ólympíuleikana í Peking fari fram að nýju í janúar og úrslit úr fyrri forkeppninni verði strikuð út.

Kasakstan sigraði í kvennakeppninni en liðið þarf nú að sanna sig að nýju. Kúveit lagði Suður-Kóreu í úrslitaleik hjá körlunum og var sá leikur vægast sagt skrautlegur þar sem að dómarapar frá Jórdaníu fór langt yfir strikið í vafasömum dómum sem féllu allir Kúveit í vil. IHF hefur ákveðið að keppnin fari fram að nýju og verður framkvæmd keppninnar alfarið í höndum IHF. 

Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur á undanförnum vikum gagnrýnt IHF fyrir framkvæmdina á forkeppninni í Asíu og hafði IOC lagt fram þær hugmyndir að handknattleikur yrði ekki á dagskrá ÓL á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert