Svíar spá Íslandi 10. sætinu

Alexander Petersson og félagar verða í 10. sæti, samkvæmt spá …
Alexander Petersson og félagar verða í 10. sæti, samkvæmt spá Svíanna. Árvakur/Friðrik Tryggvason

Samkvæmt mati sænsku getraunanna er Ísland með tíunda sterkasta liðið á Evrópumótinu í handknattleik í Noregi og möguleikar liðsins á að verða Evrópumeistari eru einn á móti þrjátíu.

Það er svenskaspel.se sem setur upp liðin og áætlaða möguleika þeirra og samkvæmt því eru Frakkar og Spánverjar með sigurstranglegustu liðin á mótinu. Svíar eru sjálfir settir í áttunda sætið en með helmingi meiri sigurlíkur en Íslendingar.

Niðurstaðan hjá svenskaspel.se er þessi:

1.-2. Frakkland, 4,25
1.-2. Spánn, 4,25
3. Danmörk, 6,00
4. Króatía, 8,00
5.-7. Pólland, 10,00
5.-7. Þýskaland, 10,00
5.-7. Noregur, 10,00
8. Svíþjóð, 15,00
9. Rússland, 20,00
10. Ísland, 30,00
11. Ungverjaland, 75,00
12. Slóvenía, 100,00
13. Tékkland, 125,00
14. Svartfjallaland, 250,00
15.-16. Hvíta-Rússland, 500,00
15.-16. Slóvakía, 500,00 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert