Svíar tóku Íslendinga í kennslustund

Svíar reyna að stöðva Ólaf Stefánsson í leiknum í kvöld.
Svíar reyna að stöðva Ólaf Stefánsson í leiknum í kvöld. AP

Svíar tóku Íslendinga í kennslustund á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í kvöld í Noregi. Svíar náðu 10 marka forskoti um miðjan síðari hálfleik en Íslendingar náðu að minnka muninn niður í 5 mörk. Lokatölur 24:19. Staðan í hálfleik var 11:9 fyrir Svía. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Bein útsending. 

Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög slakur og það var fátt sem gekk upp. Lykilmenn liðsins voru langt frá sínu besta og það var mikið óöryggi í sókninni. Alfreð Gíslason þjálfari sagði fyrir leikinn að hann væri með leynivopn sem hann ætlaði að nota gegn Svíum. Það gekk ekki eftir. 

Varnarleikur og markvarsla íslenska liðsins var í lagi í fyrri hálfleik. 

Tomas Svensson markvörður Svía sem verður fertugur á þessu ári átti stórleik í markinu. 

Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ísland en Kim Andersson skoraði 7 mörk fyrir Svía. Hreiðar Guðmundsson markvörður átti fínan leik á þeim stutta tíma sem hann fékk að spreyta sig undir lok leiksins. 

Mörk Íslands:
Ólafur Stefánsson 4
Guðjón Valur Sigurðsson 4
Logi Geirsson 3
Snorri Steinn Guðjónsson 2
Róbert Gunnarsson 2
Ásgeir Örn Hallgrímsson 2
Einar Hólmgeirsson 1
Alexander Petersson 1

Mörk Svía: 
Kim Andersson 7
Dalibor Doder 4
Jonas Larholm 3
Jonas Kellman 3
Martin Boquist 3
Marcus Ahlm 2
Robert Arrhenius 1
Johan Pettersson 1

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert