Veikindi Kjellings áhyggjumál

Kristian Kjelling í baráttu við Ivano Balic leikmann Króatíu.
Kristian Kjelling í baráttu við Ivano Balic leikmann Króatíu. AP

Norski landsliðsmaðurinn í handknattleik og helsta stjarna liðsins, Kristian Kjelling, veiktist í fyrrinótt og hefur síðan verið í einangrun frá öðrum leikmönnum norska landsliðsins sem mætir Dönum í upphafsleik Evrópukeppninnar í handknattleik í Drammen síðdegis. Kjelling er með hita og uppköst og virðast veikindin vera svipuð og þau sem herjuðu á Sverre Jakobsson, landsliðsmann Íslands á dögunum.

Veikindi Kjellings valda forráðamönnum norska landsliðsins áhyggjum enda er hann talinn fremsti handknattleiksmaður Norðmanna. Vonir standa til þess að hann geti leikið í kvöld þar sem í nótt og morgun hefur aðeins bráð af kappanum og mun hann geta haldið niðri vökva. Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Norðmanna, segist taka ákvörðun um það síðdegis hvort hann tefli Kjelling fram, það fari eftir líðan hans í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert