EM: Níu marka tap gegn Frökkum

Frönsku leikmennirnir Nikola Karabatic og Guillaume Gille fagna sigri á …
Frönsku leikmennirnir Nikola Karabatic og Guillaume Gille fagna sigri á Íslendingum. Reuters

Íslendingar töpuðu með 9 marka mun gegn Evrópumeistaraliði Frakka í dag á EM í Þrándheimi, 30:21. Staðan í hálfleik var 17:8 fyrir Frakka. Íslendingar fara því án stiga í milliriðilinn en Frakkar taka 4 stig með sér og Svíar 2. Í milliriðlinum mæta Íslendingar Þjóðverjum, Spánverjum og Ungverjum. 

Ísland er því eina liðið sem verður án stiga í milliriðlinum. Frakkar verða eins og áður segir með 4 stig en Svíar, Þjóðverjar, Spánverjar og Ungverjar verða með 2 stig. Næsti leikur Íslands er á þriðjudaginn.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is.

Mörk Íslands: Alexander Petersson 5,  Snorri Steinn Guðjónsson 4
Guðjón Valur Sigurðsson 4, Logi Geirsson 2, Einar Hólmgeirsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Vignir Svavarsson 1, Bjarni Fritzson 1.

Nikola Karabatic skoraði 10 mörk fyrir Frakka og markvörðurinn  Thierry Omeyer varði mjög vel.

Bein textalýsing.

Jaliesky Garcia var veikur og var ekki með liðinu í dag. Sverre Jakobsson kom inn í hópinn.

Róbert Gunnarsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik.
Róbert Gunnarsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik. Friðrik Tryggvason
Friðrik Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert