Aron Kristjánsson: Erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni

Aron Kristjánsson þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aron Kristjánsson þjálfari Hauka hefur hafnað tilboði frá HSÍ um að taka við þjálfun íslenska landsliðsins í handknattleik. Aron staðfesti þetta í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Aron er þar með fjórði þjálfarinn sem gefur afsvar en hinir þrír eru Svíinn Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson.

„Ég hafði mikinn áhuga á að taka við þjálfun landsliðsins og hef stefnt á það og geri enn. Tímasetningin var hins vegar afleit vegna þeirra skuldbindinga sem ég hef gagnvart Haukum. Ég hefði ekki geta farið frá ókláruðu verki  hjá Haukum. Það var mikill heiður að vera boðið landsliðsþjálfarstarfið og vonandi fæ ég tækifæri til að taka við því síðar en þetta örugglega erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni,“ sagði Aron við fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert