Guðmundur harmar ummæli Þorbergs

Guðmundur Ingvarsson segir að Þorbergur Aðalsteinsson hafi sagt of mikið.
Guðmundur Ingvarsson segir að Þorbergur Aðalsteinsson hafi sagt of mikið. Árvakur/Kristinn

Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, sagði í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann harmaði ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar, stjórnarmanns HSÍ, í þættinum „Utan vallar" á Sýn í gærkvöldi.

Þorbergur fór þá ítarlega yfir viðræður HSÍ við Magnus Andersson, Dag Sigurðsson, Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson um stöðu landsliðsþjálfara karla og sagði m.a. að þeir Dagur, Geir og Aron þyrðu ekki að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Ennfremur að þeir Dagur og Aron hefði ekki komið hreint fram í viðræðunum við HSÍ.

Guðmundur sagði að í þættinum hefði Þorbergur komið fram sem fyrrum landsliðsþjálfari en ekki sem stjórnarmaður HSÍ, en ljóst væri að hann hefði sagt meira en æskilegt væri um viðræðurnar. Þorbergur væri ekki í þeirri þriggja manna nefnd sem sæi um að leita að landsliðsþjálfara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert