Dagur að taka við þjálfun austurríska landsliðsins

Dagur Sigurðsson fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik.
Dagur Sigurðsson fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Dagur Sigurðsson, fyrrum fyriliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er í viðræðum við austurríska handknattleikssambandið um að taka við þjálfun austurríska landsliðsins í handknattleik og eru góðar líkur á að samningar takist en viðræður eru langt komnar. Þetta kom fram í spjallþættinum Utan vallar á íþróttastöðinni Sýn í kvöld.

Dagur hafnaði á dögunum boði um taka við þjálfun íslenska landsliðsins en Dagur greindi frá því í þættinum Utan vallar að hann hefði upplýst forráðamenn HSÍ um að hann væri í viðræðum við Austurríkismennina.

Dagur lék og þjálfaði liði Bregenz í Austurríki með frábærum árangri í nokkur ár en hann sneri heim í sumar og tók við starfi sem framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert