Gott að vera búnir með þetta

Róbert Gunnarsson liggur eftir að hafa skorað hjá Matías Schulz, …
Róbert Gunnarsson liggur eftir að hafa skorað hjá Matías Schulz, markverði Argentínumanna. jonas ekströmer / Scanpix

„Ég er fyrst og fremst mjög sáttur við hve einbeittir og vel stemmdir mínir menn komu í þennan leik," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, við fréttavef Morgunblaðsins eftir sigurinn á Argentínu, 36:27, í Wroclaw í dag.

Þetta var fyrsti leikurinn í undankeppni Ólympíuleikanna en Ísland mætir Póllandi kl. 18.15 á morgun og Svíum á sunnudaginn klukkan 16.

„Strákarnir leystu þetta mjög fagmannlega og það var það sem þurfti. Það er fyrst og fremst gott að vera búnir með þetta skylduverkefni og fyrir mig er það mikill léttir að það skyldi vera leyst á þennan hátt," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson.

Nánar er rætt við Guðmund í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert