Guðmundur Guðmundsson: Ekki hægt að kvarta yfir frammistöðu liðsins

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í kunnuglegri stöðu fyrir framan varamannabekkinn.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í kunnuglegri stöðu fyrir framan varamannabekkinn. mbl.is

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var nokkuð sáttur við frammistöðu liðsins gegn Makedóníu í dag þrátt fyrir að 30:24 sigur hafi ekki dugað til þess að komast á HM í Króatíu í janúar. 

"Síðari hálfleikur hjá okkur var mjög góður og það er ekki hægt að kvarta undan frammistöðu liðsins í þessum leik. Alla vega ekki í síðari hálfleik," sagði Guðmundur í samtali við mbl.is að leiknum loknum og bætti því við að of mörg dauðafæri hefðu farið í súginn í leiknum.  Leikurinn úti í Makedóníu fyrir viku hefði verið allt of slakur að hálfu íslenska liðsins og menn geti ekki leyft sér að tapa með átta marka mun. Samt sem áður hefði aðeins vantað herslumuninn að liðið næði markmiði sínu í dag eftir frábæran endasprett.

Nánar verður rætt við Guðmund í Morgunblaðinu í fyrramálið og ásamt ítarlegri umfjöllun um leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert