Vandi út af harpixbanni

Handbolti.
Handbolti. mbl.is

Mikil andstæða við notkun á harpixi á meðal skólayfirvalda gerir að verkum að víða er ekki er leyfilegt að æfa handknattleik, sem í algleymi sigurvímunnar er á stundum kölluð þjóðaríþrótt Íslendinga.

Þetta bann á ekki hvað síst við um íþróttasali í Reykjavík þar sem flestir banna notkun harpix, en klísturefnið er órjúfanlegur hluti af íþróttainni eftir að fram á unglingsár er komið.

Handknattleiksfélög leyfa sjálf yfirleitt ekki notkun á harpixi fyrr en eftir að komið er upp í unglingaflokka við 15 til 16 ára ára aldur

Aðeins fáeinir salir í Reykjavík heimila notkun harpix. Er það nær eingöngu leyft í sölum þar sem keppt er í handknattleik í meistaraflokki karla og kvenna. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Fjölnir í Grafarvogi hafi verið búinn að fá tíma í tveimur skólaíþróttasölum í hverfinu fyrir unglingaflokka sína vegna skorts á tímum í íþróttamiðstöðinni við Dalhús. Þegar á hólminn var komið kom ekki til greina að félagið fengi að nota salina ef nota ætti harpix. Þar með varð ekkert úr æfingum. Harpix er þó leyfilegt í Dalhúsum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert