Viggó Sigurðsson: Annar dómarinn var á móti okkur

Viggó Sigurðsson þjálfari Fram.
Viggó Sigurðsson þjálfari Fram. Brynjar Gauti

„Við vorum að elta FH-inga allan leikinn. FH hefur á að skipa frábærlega efnilegu liði sem leikur ákveðinn og skemmtilegan handknattleik, en vörnin hjá okkur var mjög slök ekki bætti úr skák að dómgæslan var gjörsamlega úti hött og öll á einn veg allan leikinn. Annar dómarinn, þá er ég ekki að tala um parið, var í „missjón" gegn okkur frá upphafi til enda," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, ómyrkur í máli eftir jafnteflið við FH, 29:29, á heimavelli í kvöld.

„Við fengum dæmd á okkur tíu sóknarbrot í leiknum. Eitt er að dæma illa, en hitt getur maður aldrei sætt við sig við og það er þegar dómarar eru hlutdrægir," sagði Viggó ennfremur.

Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Framliðið byrjar illa í leik og lendir í því að elta andstæðinginn nær allan leikinn eftir það. Viggó viðurkenndi að þetta væri galli á sínu liðið sem hann verði að vinna bug á samvinnu við leikmenn sína fyrir komandi átök  í N1 deild karla.

Nánar verður rætt við Viggó og fjallað um viðureign Fram og FH í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kemur út í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert