Guðmundur velur landsliðshópinn

Átján manna hópur Guðmunds orðin ljós.
Átján manna hópur Guðmunds orðin ljós. Brynjar Gauti

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik hefur valið þá átján leikmenn sem taka munu þátt í undirbúningi liðsins fyrir leika í forkeppni Evrópumeistaramótsins.

Liðið leikur sína fyrstu leiki í sínum riðli strax í næstu viku. Mætir Ísland þar Belgíu á miðvikudagskvöldið og heldur svo af landi brott til Noregs þar sem Ísland mætir heimamönnum á laugardeginum.

Fjórir leikmenn sem valdir eru nú leika hér heima. Einn þeirra, Aron Pálmarsson, er að koma inn í landsliðið í fyrsta skipti. Þeir Sigfús Sigurðsson og Ólafur Stefánsson eru ekki á blaði að þessu sinni og heldur ekki Alexander Petersson, Snorri Steinn Guðjónsson né Bjarni Fritzson sem glíma við meiðsli.

Hópurinn nú er skipaður eftirtöldum:

Arnór Atlason, Aron Pálmarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Gústavsson, Einar Hólmgeirsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Hannes Jón Jónsson, Hreiðar Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Kári Kristjánsson, Logi Geirsson, Ragnar Óskarsson, Róbert Gunnarsson, Rúnar Kárason, Sturla Ásgeirsson, Sverre Jakobsson, Vignir Svavarsson, Þórir Ólafsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert