Hannes Jón og Kári fara ekki til Noregs

Kári Kristjánsson skorar fyrir Hauka gegn Val
Kári Kristjánsson skorar fyrir Hauka gegn Val mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, ákvað í gær að taka þá Rúnar Kárason úr Fram og Sturlu Ásgeirsson, leikmann HSG Düsseldorf, með til Noregs ásamt þeim fjórtán leikmönnum sem hann tefldi fram gegn Belgíu í fyrrakvöld í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik.

Þar með varð ljóst að Hannes Jón Jónsson, Hannover-Burgdorf, og Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Hauka, sitja eftir af þeim 18 leikmönnum sem Guðmundur Þórður valdi til undirbúnings fyrir leikina við Belga og Norðmenn í undankeppni EM.

Íslenska landsliðið hélt utan til Noregs í árdegis í dag hvar það mætir heimamönnum á morgun í Drammen í undankeppni EM. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert