Nú gerði Hanna Guðrún 11 mörk

Hanna G. Stefánsdóttir gerði 11 mörk í kvöld.
Hanna G. Stefánsdóttir gerði 11 mörk í kvöld.

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Sviss 41:30 í öðrum leik sínum í undankeppni HM í kvöld, en riðillinn er leikinn í Póllandi.

Ísland er með fullt hús stiga því í gærkvöldi voru Lettar lagðir að velli, 37:27. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst í leiknum með 11 mörk og hefur því gert 27 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

Íslenska liðið hvílir á morgun en mætir síðan Slóvakíu á laugardaginn og Pólverjum á sunnudaginn. Ísland og Slóvakía eru jöfn og efst í riðlinum með 4 stig eftir 2 leiki en efsta liðið í riðlinum kemst áfram.

Nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Arnþór Ragnarsson:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert