Dagur á leið til Berlínar?

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. mbl.is/Árni Torfason

Dagur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, verður næsti þjálfari þýska 1. deildar liðsins Füchse Berlin. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum. Ekki hefur verið skrifað undir samninginn en fátt getur komið í veg fyrir að svo verði á næstu dögum samkvæmt sömu heimildum.

Ráðgert er að Dagur taki við þjálfun Füchse Berlin næsta sumar og leysi þá núverandi þjálfara, Jörn-Uwe Lommel, af hólmi. Lommel var tilkynnt á miðvikudag að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur en út þessa leiktíð sem lýkur í maí.

Framkvæmdastjóri Füchse Berlin, Bob Hanning, var hér á landi fyrir þremur vikum og ræddi þá m.a. við Dag.

Jafnhliða starfi sínu hjá Füchse Berlin heldur Dagur áfram að stýra austurríska landsliðinu.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert