Ísland bar sigurorð af Þýskalandi

Guðmundur Þ. Guðmundsson var ánægður með frammistöðuna í gær þegar …
Guðmundur Þ. Guðmundsson var ánægður með frammistöðuna í gær þegar liðin skildu jöfn. mbl.is/Sverrir

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hafði sigur á því þýska, 30:29 í leik sem lauk nú rétt í þessu í Koblenz í Þýskalandi. Róbert Gunnarsson skoraði sigurmark Íslands þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum.

Leikurinn var í járnum allan tímann og aldrei meira en tvö mörk sem skildu liðin að. Liðin skiptust á að hafa yfir en þegar um ein mínúta var eftir á leiknum stóðu leikar jafnir, 29:29. Þýskalandi náði ekki að nýta sóknir sínar undir lokinn en það gerði Ísland hins vegar þegar Róbert Gunnarsson náði frákasti eftir að Carsten Lichtlein hafði varið skot Arons Pálmarssonar þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Góður eins marks sigur Íslands því staðreynd.

Gangur leiksins: 1:1, 3:3, 5:4, 6:5, 7:7, 9:9, 11:12, 13:13, 15:14, 17:15, 18:17, 19:18, 19:20, 21:21, 22:22, 23:22, 23:24, 24:26,  27:26, 27:28, 29:28, 29:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert