B-lið Svía fór illa með Ísland

Róbert Gunnarsson er fyrirliði Íslands í dag.
Róbert Gunnarsson er fyrirliði Íslands í dag. Jonas Ekströmer / Scanpix

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik átti ekki sinn besta leik þegar liðið beið lægri hlut fyrir sænska B-liðinu í Kristianstad í Svíþjóð í dag, 36:28. Fyrri háfleikur var jafn og að honum loknum stóð staðan, 18:18. Svíar léku svo á alls oddi í síðari hálfleiknum með íslenska liðið var frekar máttlaust og nýtti færi sín alls kostar illa.

Leikur liðanna er hluti af minningarmóti um Staffan Holmquist, fyrrum formann sænska handknattleikssambandsins og handknattleikssambands Evrópu, sem lést á síðasta ári. Auk Íslendinga leikur Svíþjóð, Kúveit, Túnis, Egyptaland og B-lið Svíþjóðar á mótinu.

Mörk Íslands: Logi Geirsson 8/3, Sigurbergur Sveinsson 4, Sturla Ásgeirsson 4, Aron Pálmarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Þórir Ólafsson 1, Rúnar Kárason 1, Vignir Svavarsson 1, Sverre Jakobsson 1, Ragnar Óskarsson 1, Einar Hólmgeirsson 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7/1, Hreiðar Levy Guðmundsson 4.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu á mbl.is.

Leik lokið. B-lið Svíþjóðar fór illa með Ísland og hafði átta mark sigur, 36:28.

57. 35:26 fyrir B-liði Svíþjóðar!!!

54. Johan Sjöstrand hefur varið vel í marki Svíþjóðar. Íslenska liðið úti á túni í sóknarleik sínum og sigurvonir nær engar. Svíar yfir, 33:26.

50. Ósköp dapurt hjá Íslandi. Svíar höfðu fjögurra marka forskot, 29:24. Oscar Karlén hefur skorað 9 mörk fyrir sænska liðið. Fátt gengur upp hjá Íslandi þessi augnablikin.

48. Íslenska liðið á í stökustu vandræðum með sænska B-liðið. Svíarnir komust í þriggja marka forystu, 26:23. Rúnar Kárason minnkaði svo muninn aftur í tvö mörk.

44. Svíar náðu góðri rispu og breyttu stöðunni úr 20:21 í 23:21, sér í vil.

42. Lítið af mörkum litu dagsins ljóst á þessum fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Staðan, 21:21.

37. Varnarleikurinn varð sterkari og Íslendingar komust yfir, 21:20.

33. Staðan var 19:19. Seinni hálfleikurinn fer hægt af stað.

Hálfleikur. Jafnt í hálfleik, 18:18. Svíarnir höfðu forystuna lengst af í þessum fyrri hálfleik, en varnarleikur Íslands var ekki til að hrópa húrra fyrir. Logi Geirsson var markahæstur í liði Íslands með 4 mörk í fyrri hálfleik og Sturla Ásgeirsson kom honum næstur með 3 mörk.

29. Einar Hólmgeirsson jafnaði fyrir Ísland, 17:17.

25. Svíar einu marki yfir, 16:15.

21. B-lið Svía var enn yfir þegar hér var komið við sögu, staðan 14:13 og þeir sænsku með knöttinn.

17. Ísland jafnaði í 11:11 og hefur fengið góð tækifæri til að ná forystunni. Sturla Ásgeirsson fór hins vegar illa með tvö dauðafæri. Svíar yfir, 12:11.

14. Vantar enn herslumuninn í vörninni hjá Íslandi. Staðan, 11:10. Svíar þó enn liðið sem hefur yfirhöndina, með eins til tveggja marka forystu.

11. Svíar með eins marks forystu, 8:7 og voru yfirleitt skrefinu á undan.

8. Staðan var jöfn, 5:5. Íslenska vörnin átti ekki nógu gott með að stoppa sóknarmenn sænska liðsins.

Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:2, 5:5, 7:7, 9:7, 11:9, 11:11, 14:13, 16:14, 17:18, 18:18, 19:18, 19:20, 20:21, 23:21, 24:23, 26:23, 29:24, 31:26, 35:26, 36:28.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert