Þrír nýliðar hjá Júlíusi

Þrír nýliðar eru í 19 manna landsliðshópi A-landsliðs kvenna í handbolta sem Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari, valdi í dag. Þetta eru þær Guðrún Bryndís Jónsdóttir, markvörður úr Haukum, Elísa Ósk Viðarsdóttir, HK og Sunna Jónsdóttir, Fylki.

Landsliðshópurinn mun æfa hér á landi í næstu viku og verður meðal annars að Laugarvatni í æfingabúðum 6. til 8. mars. Júlíus valdi enga leikmenn úr yngri landsliðunum vegna verkefna hjá þeim.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Berglind Íris Hansdóttir, Val
Guðrún Bryndís Jónsdóttir, Haukum
Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK

Aðrir leikmenn:
Arna Sif Pálsdóttir, HK
Auður Jónsdóttir, Rinköbing
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Dagný Skúladóttir, Val
Elísa Ósk Viðarsdóttir, HK
Elísabet Gunnarsdóttir, Stjörnunni
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum
Harpa Eyjólfsdóttir, Stjörnunni
Hildigunnur Einarsdóttir, Val
Hildur Þorgeirsdóttir, FH
Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK
Ragnhildur Guðmundsdóttir, FH
Rakel Dögg Bragadóttir, Vejen
Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni
Sunna Jónsdóttir, Fylki
Sunna María Einarsdóttir, Fylki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert