Dómaranámskeið í handknattleik framundan

Handknattleiksdómararnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Handknattleiksdómararnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Kristinn Ingvarsson

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Handknattleiksdómarasamband Íslands (HDSÍ) standa fyrir dómaranámskeiðum í samráði við aðildarfélög, eftir því sem greint er frá á heimasíðu HSÍ. Mikil umræða hefur verið um störf dómara á síðustu dögunum og kjörið að kanna undirtektir félaga innan HSÍ við námskeiðshaldi.

Hvert félag sem vill standa  fyrir námskeiði, safnar saman þátttakendum og sér um utanumhald á hverju námskeiði fyrir sig. Ef ekki næst næg þátttaka þurfa félög að sameinast um námskeið.

Lágmarksfjöldi á hvert námskeið eru 20 og er 500 kr. gjald á hvern einstakling. Auk samkomusalar þarf námskeiðshaldari að útvega skjávarpa fyrir Power Point glærur og DVD diska og tússtöflu. Einnig þurfa væntanlegir þátttakendur að lesa yfir handboltareglurnar sem finna má á heimsíðu HSÍ.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér

Egill Már Markússon dæmdi lengi vel bæði í handknattleik og …
Egill Már Markússon dæmdi lengi vel bæði í handknattleik og knattspyrnu við góðan orðstír. Jim Smart
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert