Guðmundur stefnir á forsetastól IHF

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ.
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ. Morgunlaðið/ Kristinn Ingvarsson

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins IHF, samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins.

Þá verður Gunnar Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður HSÍ, í kjöri til embættis gjaldkera IHF. Lagt hefur verið að Jóhanni Inga Gunnarssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara og fyrrverandi formanni landsliðsnefndar karla, að gefa kost á sér til formanns fræðslu- og þjálfaranefndar IHF.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert