Stjarnan vann fyrsta leikinn

Barátta í leik Stjörnunnar og Fram í kvöld.
Barátta í leik Stjörnunnar og Fram í kvöld. mbl.is/Kristinn

Stjarnan náði forystu, 1:0 í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Fram, 38:31. Stjarnan leiddi allan leikinn og vörn Fram var alls ekki góð í fyrri hálfleik.

Stjarnan lék án Florentinu Stanciu, hins góða markvarðar en það kom ekki að sök því Sólveig Björk Ásmundardóttir, 18 ára átti góðan leik í marki Stjörnunnar. Næsti leikur liðanna fer fram á föstudagskvöldið í Safamýri, heimavelli Fram klukkan 19:30.

Leikurinn í kvöld var í beinni textalýsingu hér á mbl.is og má sjá hana hér að neðan. Þá er fjallað ítarlega um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

Stjarnan* 38:31 Fram* opna loka
60. mín. Stjarnan* skoraði mark Lísan er ekkert hætt á línunni hjá Stjörnunni, 38:30.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert