Sigurbergur á leið til Dormagen

Sigurbergur Sveinsson, stórksytta Hauka er á leið í atvinnumennskuna.
Sigurbergur Sveinsson, stórksytta Hauka er á leið í atvinnumennskuna. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Íslands- og bikarmeistara Hauka, mun ganga í raðir þýska liðsins Dormagen í sumar en fram kemur á vef félagsins að hann samið við liðið til ársins 2012. Sigurbergur staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Þar með verða tveir Íslendingar í herbúðum liðsins en eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag samdi Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson við félagið til eins árs í gærkvöld.

Sigurbergur er 22 ára gamall sem leikið hefur 23 leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann hefur verið lykilmaður í Haukaliðinu undanfarin ár og það verður blóðtaka fyrir meistarana að missa hann úr liði sínu.

Dormagen situr í 16. sæti af 18 liðum í þýsku 1. deildinni og er í harðri baráttu um að forðast fall úr deildinni þegar sjö umferðir eru eftir óleiknar. Íslendingaliðin Düsseldorf og Minden eru þar fyrir neðan

Rætt er við Sigurberg í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert