Ólafur: Fótboltinn er mikilvægastur (myndskeið)

Ólafur Guðmundsson er ánægður með að vera kominn í íslenska landsliðið í handknattleik á nýjan leik eftir nokkra fjarveru. Hann hefur leikið fæsta landsleiki þeirra sem nú skipa landsliðshópinn fyrir leikinn við Þjóðverja í Halle á morgun.

Hlutverk Ólafs er m.a. að passa upp á boltana, að enginn þeirra týnist. Ólafur segir mikilvægasta bolta landsliðsins vera fótboltann. Ef hann týnist þá gæti farið illa fyrir mér, sagði Ólafur þegar mbl.is hitti hann á landsliðsæfingu í hádeginu í dag.

Ólafur kom ekkert við sögu í fyrri leiknum við Þjóðverja á síðasta miðvikudag í Laugardalshöllinni. Hann segist verða klár í slaginn ef Guðmundur sendir hann inn á leikvöllinn í Halle á morgun.

Ólafur Guðmundsson í leik með FH.
Ólafur Guðmundsson í leik með FH. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert