Ólafur: Ekkert betra en vinna Hauka

Ólafur Guðmundsson skoraði sigurmark FH þegar liðið vann Hauka, 24:23, í Kaplakrika í kvöld í N1-deild karla í handknattleik. Ólafur segir vart hægt að hugsa sér það betra en að vinna Hauka á heimavelli fyrir framan fullt hús áhorfenda. Ekki hafi það heldur skemmt fyrir að tapið gerði endanlega út um vonir Íslandsmeistara Hauka á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Ólafur segir leikinn hafa verið spennandi enda hafi mikið verið í húfi hjá báðum liðum. Viðureignin í kvöld hafi verið ólík fyrri tveimur leikjum liðanna á keppnistímabilinu sem báðar hafi verið ójafnar. „Við ætluðum okkur sigur og tókst það," sagði Ólafur.

„Við vorum heldur ekki búnir að gleyma síðasta ári þegar Haukar sendu okkur í sumarfrí áður en úrslitakeppnin hófst, hvort sem það var viljandi eða ekki," sagði Ólafur Guðmundsson sem var markahæstur FH-inga með sjö mörk.

FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson og Sveinn Þorgeirsson úr Haukum í leiknum …
FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson og Sveinn Þorgeirsson úr Haukum í leiknum í Kaplakrika í kvöld. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert