Danskur handboltamaður lést í miðjum leik

Lars Olsen. Myndin er af heimasíðu Ribe-Esbjerg.
Lars Olsen. Myndin er af heimasíðu Ribe-Esbjerg.

Danskur handboltamaður hné örendur niður í leik í næst efstu deildinni í danska handboltanum í dag.

Lars Olsen, 23 ára, var að leika með liði sínu,  Ribe-Esbjerg, gegn Team Sydhavsøerne. Þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum hné Olsen niður og var skömmu síðar úrskurðaður látinn. Leiknum var hætt í kjölfarið.

Að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau hafði nýlega verið brotið á Olsen og hann var tekinn út af en var nýkominn inn á völlinn aftur þegar hann hneig niður skammt frá varamannabekknum. Reynt var að endurlífga hann, bæði á vellinum og í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús en án árangurs. 

Lögregla rannsakar málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert