Ólafur sagður launahæstur í heiminum

Ólafur Stefánsson sendir boltann inná línuna.
Ólafur Stefánsson sendir boltann inná línuna. mbl.is/Golli

Ólafur Stefánsson, leikmaður AG Köbenhavn, er launahæsti handknattleiksmaður heims, samkvæmt frétt danska blaðinu BT í gær. Sagt er að árslaun hans séu um 5 milljónir danskra króna, eða tæpar 113 milljónir íslenskra króna.

Næstir á eftir honum eru sagðir Nikola Karabatic hjá Montpellier, Ivano Balic hjá Croatia Zagreb og Arpad Sterbik hjá Atlético Madrid.

Þetta kemur fram í tengslum við umfjöllun um Mikkel Hansen, samherja Ólafs hjá AG, sem í gær var útnefndur besti handknattleiksmaður heims 2011 af IHF. BT segir að árstekjur Hansens séu 2,2 milljónir danskra króna, um 50 milljónir íslenskar, og samanstandi af launum hjá AG, danska landsliðinu og greiðslum styrktaraðila. Þau eigi eflaust eftir að hækka um 20-25 prósent í kjölfar útnefningarinnar. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert