Ingimundur og Sturla farnir heim í ÍR

Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson á góðri stundu á Ól …
Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson á góðri stundu á Ól í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

ÍR, sem verður nýliði í N1-deild karla í handbolta næsta vetur, hefur fengið mikinn liðstyrk fyrir komandi átök.

Félagið tilkynnti á blaðamannafundi nú rétt í þessu að landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson hefðu snúið aftur heim og ætluðu að spila með Breiðholtsliðinu næsta vetur. Báðir gera þeir tveggja ára samning við félagið.

Ingimundur spilaði með Fram í vetur en Sturla hefur spilað tvö síðustu tímabil með Val. Báðir eru þeir hluti af silfurliðinu frá því í Peking 2008 en Ingimundur hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár.

Báðir eru þeir uppaldir ÍR-ingar og urðu bikarmeistarar með liðinu árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert