Arnór til Flensburg?

Arnór Atlason skorar.
Arnór Atlason skorar. mbl.is

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason gæti verið á leið til þýska liðsins Flensburg en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þýska liðið mikinn áhuga á að fá Arnór til liðs við sig.

Arnór er án félags eftir að danska meistaraliðið AG Köbenhavn var úrskurðað gjaldþrota. Nokkur félög hafa sett sig í samband við Arnór og boðið honum samning og var eitt þeirra danska liðið Tvis Holstebro.

„Mín mál eru ekki komin á hreint ennþá. Ég get þó sagt þér að ég er búinn að neita Holstebro,“ sagði Arnór við Morgunblaðið í gær.

Spurður hvort Flensburg væri inni í myndinni sagði Arnór: „Það eina sem ég get sagt er að ég mun spila í Þýskalandi eða í Svíþjóð. Vonandi skýrast þessi mál á næstu dögum,“ sagði Arnór en sænsku liðin Malmö, Ystad og Lugi eru öll sögð vera með íslenska landsliðsmanninn undir smásjánni.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert