Einar Andri: Alvörumenn svara fyrir sig

„Við vorum skrefi á eftir þeim frá byrjun þótt fyrri hálfleikur væri í sæmilegu jafnvægi," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir 24:19 tap liðsins fyrir Fram í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik í Safamýri í kvöld.

„Við vissum að Framarar myndu mæta með allt öðru hugarfari en síðast þegar við unnum. Allir alvöru menn vilja svara fyrir  sig. Þeir myndu reyna að stopp upp í götin í varnarleiknum. Það tókst þeim. Við þurfum að fara yfir margt fyrir næsta leik á heimavelli á fimmtudagskvöldið," sagði Einar Andri en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert